á endalausu ferðalagi...
laugardagur, mars 24, 2007
Ja hérna ég var allt í einu að muna að í mars fyrir ári síðan fór litla músin mín, hann Viktor Daði til útlanda í fyrsta skipti. Við fórum til London á bara fáranlegu verði. Já flugvallaskattarnir voru dýrari en flugmiðinn.
Þeir félagar Viktor Daði og Alejandro Egill hafa heldur betur breyst á þessu ári.
En að öðru. Núna er loksins komið vor aftur og við fjölskyldan erum að fara gera garðinn okkar fínan. Nota góða veðrið og nýja fína krókinn sem að við vorum að setja á bílinn okkar. Í dag er líka síðasti dagurinn sem að við erum á vetratíma. Jamms í nótt færum við klukkuna fram um klukkustund.

Jæja sonurinn vaknaður. Heyri í ykkur seinna.

Þóra ferðalangur Þóra skrifaði.